19.8.2007 | 23:34
Gott að gráta í kyrkju !
Jæja þá er þessi frábæra helgi búinn, já og bara sumarfríið búið og á morgun er það sko alvaran, ég hefði alveg verið til í að hafa sumarfríið í svona þrjár vikur í viðbót, laaaangar að vera meira í fríi, nei o.k. verð að rífa mig upp úr þessu sleni og hugsa vinna,vinna, gaman, gaman oooooo... Annars var amma bezta í hlutverki alllla helgina, með prinsessu Vigdísi. Hún hafði sko beztu alveg útaf fyrir sig og það var sko dansað með hana eins og hún vildi dansa, ég má þetta sko stundum en kanski ekki gott þegar prinsessunni er skilað og mamma píslar ekki eins, þá fæ ég að heyra hvað ég sé búinn að dekra og dansa eins og prinsessan vill en mamma hefur ekki sama tímann enda með þrjú önnur börn að dekra við. Hér var allavega vaknað á ágætis tíma í morgun og fékk prinsessan að fara með ömmu beztu og afa lafa í kyrkju. Og var það alveg yndisleg stund sem við áttum þar það var svo magnað að gleði tárin hjá ömmu beztu alveg hrundu niður kinnarnar og bezta var eiginlega að komast í vandræði því veskið mitt varð eftir heima og í henni eru táraklútarnir mínir, (skeður aldrey aftur ég lofa) og haldið ekki að prinsessan afi þurft að taka eftir þessu og fór að hágráta, það var sko grátur. Og svo var hún spurð af mömmu sinni afhverju hun hafi farið að gráta þá horfði hún á ömmu beztu og sagði amma grátti fyrst og svo égalgjör krúsidúlla !Svo hér með er það á stefnu hjá ömmu beztu að það vantar fleyri kyrkjuferðir með gullamolana mína svo þau venjist nærveru heilags anda svona kröftulega og fari ekki að gráta ef amma bezta losar sig við smá tár. Sindri átti nú góð orð yfir táraflóðið hjá beztu, sko vigdís mín amma er ekki að gráta þetta eru gleðitár og mar á að vera glaður að fá sona gleðitár krútt. en þetta var nú aðalega seinnipartsumræðan alveg hellings spekulagsjónir, börnin eru yndisleg og það er svo gaman að hlusta á þau
Jæja þá verður þetta ekki meira að sinni, lovjú all, puss&kram amma beztazta á skaganum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2007 | 00:22
Ein ég sit og sauma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007 | 01:15
Thats the læf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2007 | 00:07
Hún á afmæli !!
Ég gleymdi elsku Ólöf Adda mín á afmæli í dag. Til hamingju rúsínubollan mín Ég sakna þín obbo obbo mikið Hlakka til að hitta þig elsku rúsínudúllan mín.PUSS & KRAM =O= amma bezta og ( afi lafi )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 23:53
NÝTT NÝTT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 00:05
MEIRA MEIRA
Já þetta er svakalega gaman, eins og að hugsa upphátt ! En bara svona fyrir svefninn. Dagurinn í dag var alveg ágætur, allavega næstumþví verkjalaus, hjúts ! Og vonandi verður morgundagurinn eins eða bara kanski pínu betri, það er nefnilega að koma helgarfrí. Og svo er bara ein vika í sumarfrí jei jei. Talaði við báðar dottlurnar mínar, stóru hjartagullin mín. Ága mín ættlar að koma á skagann með strákana sína um helgina og Pesan ættlar að vera hjá ömmu bestu því Undran er eitthvað að fara á skrallinn, ég verð víst að vera með sökknuð eitthvað lengur því hinir gullamolarnir þrír eru í ferðalagi með pabba sínum og koma ekki heim næstu tvær vikurnar :-( Ég elska ykkur öll svo mikið að mér hættir við að vera pínu smá mikið eigingjörn á ykkur, en allt í góðu . Og svo er ég líka bestust erþaggi Og svo fékk ég fréttir af frænda sem er á spítala ennþá, en hann er allur að koma til sem er bara kraftaverk, vonandi nær hann sér alveg. Og svona rétt í lokin bið ég góðann Guð að varðveita ykkur öll. þangað til næst góða nótt amma bezta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2007 | 21:26
AMMAN MÆTT
VÁ VÁ barasta byrjuð að blogga, vona það nú, annars er ég rosa stolt af mér ef þetta tekst nú, í þetta skiptið. Er búin að sitja hér fyrir framan tölvuna og ekkert gengur hjá mér, ég veit ekki hvað oft ég er búinn að reyna að segja ykkur hvað ég sé stolt af mér, mér finst ég vera BEZT !! HVAÐ ÆTTLI NÚ HÚN NESA PEZA SEGI ??? Einhverjum finst þetta nú alveg KÚKÚ, en fyrir ömmur er þetta nú ekki létt skal ég segja ykkur. Nesu finst ég örugglega bestasta amman (allavega í dag) Ég hef tuðað um að mér langi svo að blogga, lengi lengi, alveg síðan ég las bloggið hjá Ástunni í fyrsta skipti. Hún gaf svo mörgum nýja sýn á lífið alveg frábær, og ég er ein af þeim sem sakna hennar sárt. En nú skulum við sjá hvort amma bezta geti vistað og birt í þetta skipti ef ekki nú þá bara reyni ég aftur og aftur, en þangað til næst bæjó amma besta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)