Gott að gráta í kyrkju !

Jæja þá er þessi frábæra helgi búinn, já og bara sumarfríið búið og á morgun er það sko alvaran, ég hefði alveg verið til í að hafa sumarfríið í svona þrjár vikur í viðbót, laaaangar að vera meira í fríi, nei o.k. verð að rífa mig upp úr þessu sleni og hugsa vinna,vinna, gaman, gaman oooooo... Annars var amma bezta í hlutverki alllla helgina, með prinsessu Vigdísi. Hún hafði sko beztu alveg útaf fyrir sig og það var sko dansað með hana eins og hún vildi dansa, ég má þetta sko stundum en kanski ekki gott þegar prinsessunni er skilað og mamma píslar ekki eins, þá fæ ég að heyra hvað ég sé búinn að dekra og dansa eins og prinsessan vill en mamma hefur ekki sama tímann enda með þrjú önnur börn að dekra við. Hér var allavega vaknað á ágætis tíma í morgun og fékk prinsessan að fara með ömmu beztu og afa lafa í kyrkju. Og var það alveg yndisleg stund sem við áttum þar það var svo magnað að gleði tárin hjá ömmu beztu alveg hrundu niður kinnarnar og bezta var eiginlega að komast í vandræði því veskið mitt varð eftir heima og í henni eru táraklútarnir mínir, (skeður aldrey aftur ég lofa) og haldið ekki að prinsessan afi þurft að taka eftir þessu og fór að hágráta, það var sko grátur. Og svo var hún spurð af mömmu sinni afhverju hun hafi farið að gráta þá horfði hún á ömmu beztu og sagði amma grátti fyrst og svo égHaloalgjör krúsidúlla !Svo hér með er það á stefnu hjá ömmu beztu að það vantar fleyri kyrkjuferðir með gullamolana mína svo þau venjist nærveru heilags anda svona kröftulega og fari ekki að gráta ef amma bezta losar sig við smá tár. Sindri átti nú góð orð yfir táraflóðið hjá beztu, sko vigdís mín amma er ekki að gráta þetta eru gleðitár og mar á að vera glaður að fá sona gleðitár Halo krútt. en þetta var nú aðalega seinnipartsumræðan alveg hellings spekulagsjónir, börnin eru yndisleg og það er svo gaman að hlusta á þau Joyful

 Jæja þá verður þetta ekki meira að sinni, lovjú all,  puss&kram amma beztazta á skaganum Gasp


Ein ég sit og sauma

Varð alveg skíthrædd að nú færi Ága mín að ná í saumavélina sem ég fékk lánað hjá henni ,svo amma bezta er sko búinn að vera ein ég sit og sauma, inn í stóru húsi,  enginn kemur að sjá mig, bara bara yndi. Nei ég er sko búinn að stytta allavega sjö buxur svo á morgun göngum við ekki í buxum með uppbrettar skálmar,  hummmm. Ég heyrði aðeins í dottlonum mínum og audda var ta á msn inu, eða kvað, jæja betra en að heyra ekki neitt, æ lov þær =o= hjúts. En það er nú svona verið að vinna í mörgu sem við ættluðum að vinna í sumarfríinu, svons sauma, mála, og bara dittinn og dattinn á leti hraða, eða bara á okkar hraða.Já og svo gleymi ég því stóra, æi eins og allir vita þá er ég svo spez og pínu öðruvísi að eg er með steina, ekki hann heldur grjót í munnvatnskyrtlinum takk fyrir. Það finst mér sko spez, nema þessir steinar eru sko búnir að vera að trufla mig soldið mikið og í allt sumar t,d, hef ég ekki mátt vera í sólarljósi vegna lyfja sem ég er á(alveg að verða búinn með þau) og þessar elskur læknarnir mínir eru búnir að taka þá ákvörðun að það þurfi að taka kyrtilinn. Svo ég bara er í biðstöðu eftir að vera kölluð inn í aðgerð, og svo vona ég bara að allt fari vel en þetta er eitthver áhættu aðgerð því það liggja mikilvægar taugar svo nálægt kyrtlinum og þær meiga ekki skaðast. En eg veit það byðja margir fyrir mér og ég tala við drottinn líka svo ég er alveg róleg. Ég verð svaka lukkuleg ef ég verð laus við tóbakkið sko alveg laus og það er mitt óska bænarefni, hitt er bara pís of keik marrr 8-/ jæja þá er nú bara kominn nattatími á gömlu beztu og þá segi ég bara (eins og hemmi) nattý nattý guð geymi ykkur og varðveiti. puss & kram amma bezta

Thats the læf

Jæja þá er ég komin attur já svona er þetta með beztu ömmu í sumarfríi. En ég skal nú segja ykkur að hér hefur verið alveg nóg að gera og alveg fullt að ekki gera. Nú fer sumarfríið að vera búið og ömmu bara hlakkar ekkert til ;-( En thats the læf og ekki meir með það. Nóg af hvarti kvarti. Amma bezta byrjaði sumarfríið með gullamolann hann kristófer og það var nú sungið og dansað mikið, og kúrt fram að hádegi alveg draumur þessi gullmoli ;-)í heila sjö daga vívíví. Og var nú kjellan svolítið þreituleg að sjá en hann afi lafi er nú líka svolítið erfiður, eða eins og Ága segir karlremba ! HÚN SEGIR ÞAÐ. Svo var farið í Kotið á kotmót í fljótshlíðinni á verslunarmannahelginni og þá fékk amma bezta sko fullt af gullklumpum með sér, það var sko fjör og svo audda afi lafi. En með okkur fóru Ólöf Adda, Sindri, Vigdís, Agnesa, Alexandra og svo kom Eva með ömmu sinni og afa. þetta var sko fjör, þarna er alveg yndislegt að vera. Ólöf og Sindri fóru á barnamótið en hún Vigdís nafna mín bara vildi vera eins og lykklakippa á ömmu beztu og það var bara allt í lagi. Stóru stelpurnar voru að vinna í sjoppunni allann tíman og voru orðnar ansi þreyttarPinch  Svo afrekuðu við það að heimsækja elsku systir en hún á heima á Bessastöðum sko granni með Dorrit, að ég hélt en svo var bara fullt af húsum þarna, og við audda fundum flottasta systuhús og það er æðislega flott, en sko hún er búinn að eiga heima þarna í fjögur ár og við aldrey komið til hennar sko skamm skamm, en það er einhverneginn lengra að fara til rvk en upp á skaga !!!Halo  puss & kram Kissing amma bezta

Hún á afmæli !!

Wizard Ég gleymdi elsku Ólöf Adda mín á afmæli í dag. Til hamingju rúsínubollan mín W00t Ég sakna þín obbo obbo mikið Crying Hlakka til að hitta þig elsku rúsínudúllan mín.PUSS & KRAM =O= amma bezta og ( afi lafi ) Grin


NÝTT NÝTT

Sólin stubbarVÁ VÁ alltaf að læra, ef þetta tekst hjá mér þá er ég sko séný... En sko Maya mín ég hef haft svo mikið að gera að ég var orðin hrædd um að ég kæmist ekki til að skrifa hér inn og það er föstudagurinn 13, doddorudu !Sjáðu bara sæta bros-sólina sem ég fann handa þér. Indi búinn að mála pallinn, ekki fleiri bumbusjó á vinnutíma. En í alvörunni ég er búin að tala í símann næstum í fimm, nei tvo tíma. First við Nesuna hún var að deyja úr hungri og audda reddaði amma bezta lífinu þar. Svo hringdu gullamolarnir mínir first Undra mín og svo Ága mín, já bara allt á fullu. Ága og Biggi eru ný komin frá Benidorm og eru svo að fara til Sverige á miðvikudaginn ég bara spurði þau hvort það væri hægt að fá svona skiptimiða í flugvélum eins og í strætó Errm  Þau eru örugglega að fara í kærustuparaferð !!! Gott hjá þeim þá fæ ég og afi að spilla Kristó Grin  Nattý nattý lov jú all merrý muts !kveðja amma bezta

MEIRA MEIRA

Já þetta er svakalega gaman, eins og að hugsa upphátt ! En bara svona fyrir svefninn. Dagurinn í dag var alveg ágætur, allavega næstumþví verkjalaus, hjúts ! Og vonandi verður morgundagurinn eins eða bara kanski pínu betri, það er nefnilega að koma helgarfrí. Og svo er bara ein vika í sumarfrí jei jei. Talaði við báðar dottlurnar mínar, stóru hjartagullin mín. Ága mín ættlar að koma á skagann með strákana sína um helgina og Pesan ættlar að vera hjá ömmu bestu því Undran er eitthvað að fara á skrallinn, ég verð víst að vera með sökknuð eitthvað lengur því hinir gullamolarnir þrír eru í ferðalagi með pabba sínum og koma ekki heim næstu tvær vikurnar :-( Ég elska ykkur öll svo mikið að mér hættir við að vera pínu smá mikið eigingjörn á ykkur, en allt í góðu . Og svo er ég líka bestust erþaggiHalo Og svo fékk ég fréttir af frænda sem er á spítala ennþá, en hann er allur að koma til sem er bara kraftaverk, vonandi nær hann sér alveg. Og svona rétt í lokin bið ég góðann Guð að varðveita ykkur öll.                                þangað til næst góða nótt   amma beztaWhistling


AMMAN MÆTT

VÁ VÁ barasta byrjuð að blogga, vona það nú, annars er ég rosa stolt af mér ef þetta tekst nú, í þetta skiptið. Er búin að sitja hér fyrir framan tölvuna og ekkert gengur hjá mér, ég veit ekki hvað oft ég er búinn að reyna að segja ykkur hvað ég sé stolt af mér, mér finst ég vera BEZT !! HVAÐ ÆTTLI NÚ HÚN NESA PEZA SEGI ??? Einhverjum finst þetta nú alveg KÚKÚ, en fyrir ömmur er þetta nú ekki létt skal ég segja ykkur. Nesu finst ég örugglega bestasta amman (allavega í dag) Ég hef tuðað um að mér langi svo að blogga, lengi lengi, alveg síðan ég las bloggið hjá Ástunni í fyrsta skipti. Hún gaf svo mörgum nýja sýn á lífið alveg frábær, og ég er ein af þeim sem sakna hennar sárt. En nú skulum við sjá hvort amma bezta geti vistað og birt í þetta skipti ef ekki nú þá bara reyni ég aftur og aftur, en þangað til næst  bæjó amma besta.  Whistling


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband