15.8.2007 | 00:22
Ein ég sit og sauma
Varð alveg skíthrædd að nú færi Ága mín að ná í saumavélina sem ég fékk lánað hjá henni ,svo amma bezta er sko búinn að vera ein ég sit og sauma, inn í stóru húsi, enginn kemur að sjá mig, bara bara yndi. Nei ég er sko búinn að stytta allavega sjö buxur svo á morgun göngum við ekki í buxum með uppbrettar skálmar, hummmm. Ég heyrði aðeins í dottlonum mínum og audda var ta á msn inu, eða kvað, jæja betra en að heyra ekki neitt, æ lov þær =o= hjúts. En það er nú svona verið að vinna í mörgu sem við ættluðum að vinna í sumarfríinu, svons sauma, mála, og bara dittinn og dattinn á leti hraða, eða bara á okkar hraða.Já og svo gleymi ég því stóra, æi eins og allir vita þá er ég svo spez og pínu öðruvísi að eg er með steina, ekki hann heldur grjót í munnvatnskyrtlinum takk fyrir. Það finst mér sko spez, nema þessir steinar eru sko búnir að vera að trufla mig soldið mikið og í allt sumar t,d, hef ég ekki mátt vera í sólarljósi vegna lyfja sem ég er á(alveg að verða búinn með þau) og þessar elskur læknarnir mínir eru búnir að taka þá ákvörðun að það þurfi að taka kyrtilinn. Svo ég bara er í biðstöðu eftir að vera kölluð inn í aðgerð, og svo vona ég bara að allt fari vel en þetta er eitthver áhættu aðgerð því það liggja mikilvægar taugar svo nálægt kyrtlinum og þær meiga ekki skaðast. En eg veit það byðja margir fyrir mér og ég tala við drottinn líka svo ég er alveg róleg. Ég verð svaka lukkuleg ef ég verð laus við tóbakkið sko alveg laus og það er mitt óska bænarefni, hitt er bara pís of keik marrr 8-/ jæja þá er nú bara kominn nattatími á gömlu beztu og þá segi ég bara (eins og hemmi) nattý nattý guð geymi ykkur og varðveiti. puss & kram amma bezta
Athugasemdir
Hæ gaman að hitta þig í bloggheimi, verðum að hittast oftar takk fyrir spjallið áðan...
gangi þér vel og ég bið Drottinn að vera með þér í aðgerðinni og taka frá þér alla löngun í ....... !!! kv. Erla
erlabjörk (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.