28.5.2008 | 23:43
Isl & Svenska för min Mia
Já sko ég ætla mér ekki að láta líða svona langt á milli blogga attur nei,,nei, en það er svosem ekkert sérstakt sem poppar upp í hausinn á mér er nú bara frekar tómur. En ennþá bíð ég eftir hitanum og sólinni já bara sumrinu, vonandi að við fáum nú smá sumar eigum það sko skilið, eða það finst mér. Annars er dottlan mín að fara að flytja til rvk á laugardaginn og mér er farið að kvíða all svakalega fyrir því, ég veit að hún er bara að fara til höfuðborgarinnar hefði nú getað verið út fyrir landið, en allir fjórir gullamolarnir mínir ég sagði eitt sinn að ég væri þvílíkt heppin amma og þvílik forréttindi að hafa börnin mín og barnabörn í sama bæjarfélagi og ég. Ég veit ekkert dásamlegra en dyrabjallan hringir og úti stendur barnabarn mitt þá búinn að hjóla til mín og segir amma ég er soldið svangur (eða eins og Sindri sagði smangur)eða fá að fara heim af leikskólanum með þau, ég er að vinna á sama leikskóla og þau hafa verið á. Eigingirni neee " forréttindi". En nú bara verð ég versogoo að fara að kaupa mér áskrift í bussinn = strætó jess ! Ég veit að hún Mía mín frá Sverige kíkir hér inn í bland og núna ætla ég að skrifa smá til hennar á sænsku: Hej Mia det var jätteroligt att du hörde af dig, jag har läst ditt blogg och som jag har fattad då håller du med att flytta och byta jobb. Vart ska frun flytta och vad ska hun sysla med ? Gumman hoppas att du hör av dig och har det bra. kramar till dig Det var det , det ! Jæja eins gott að fara að koma sér í háttinn, á morgun verður GRILLHÁTÍÐ á leikskólanum og meir að segja sjálfur íþróttaálfurinn mætir vá vá vá ekkert smá fjör þar, börnin verða örugglega tryllt af gleði og audda verður amma bezta að vera sonna sæmileg erþaggibara
Þá bara þangað til næst verið góð hvort við annað og knúsist knús & kramkveðjur amma bezta á skaganum
Athugasemdir
Það eru sko forréttindi að hafa afa og ömmur nálægt, því höfum við sannarlega kynnst...fyrst við að búa LANGT í buristan í Danmörku og svo að koma heim og hafa afa og ömmu í næstum því næsta húsi. Þvílík sæla.
Jamm, við sjáumst fljótlega, þarf að koma og fá mér kaffibolla hjá ykkur í eldhúsinu.
SigrúnSveitó, 29.5.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.