LOX ! nokkrir sumar punktar !!!

Ég er hérna ennþá, jamm hef bara ekki haft blogg-andann yfir mér, en læt nú verða að því að setja hér inn nokkra punkta síðan ég kvartaði yfir rigningunni og rokinu þarna í byrjun júli. En það var nú komið sumar ! Rigningin var samt góð InLove 

Sumarið kom svo og það skeðu hlutir sem ég átti sko ekki von á og þótti mjög svo erfitt að gúttera ætla ekkert að fara nánar útí þá hér en ég þurfti sko að minna mig oft á að ég þarf að sætta mig við margt og fæ engu breytt "og" kanski bara þurfa hlutirnir að vera svona Crying Ætla svo bara að halda áfram að hafa þau mál í bænum mínum og vona bara að allt fái sanngjarnan endir. AMEN InLove

Ég var bara góða amman og passaði yndislegu gullmolana mína þegar þess þurfti og eins og alltaf þá bara reyni ég að njóta hverrar mínútu en þær mínúturnar verða alltaf færri og færri, svo það er eins gott að njóta í botn þegar færi gefst Kissing

Svo lox kom sólin og hitinn og þá huxaði ég nú hvað rigningin var góð ! DJÓK ! en í alvöru ,,,ég fékk audda mitt árlega sólarexem, JAMM og varð upphleift og fjólublá og varð að passa mig á þeirri gulu, þetta skeður alltaf og er alveg hvumm-leitt Sick meirað segja ég er ennþá soldið fjólublá á handleggjunum, finst þetta nú bara fara versnandi með hverju ári Sick Ekki veit ég hvenær ég ættla mér að þroskast uppúr þessu ?

Yndi minn var alveg sérlega duglegur ! Hann málaði allann pallinn og svo var hann mest á golvvellinum alveg sérlega ánægður með sumarið Police

Audda var farið á KOTMÓT en það var soldið öðruvísi í ár "líka" Við vorum ekki á sjálfu kotmótinu heldur í sumarbústað á Hellu, alveg á golvvellinum sjálfum, það þótti Ynda sko ekki leiðinlegt enda sáum við hann ekkert í bústaðinum alla þá helgi Police Og við vorum soldið utan-gátta á kotmóti, allt öðruvísi en að vera á sjálfu mótsvæðinu, krakkarnir tóku ekki þátt í barnamótinu já þetta var alveg nýtt, en miklu betri rúm en í tjaldinu Grin Undra og Maggi + börnin fimm komu líka og þetta var alveg dúndur flott, pottur og alles InLove og allar sætu stóru kóngulærnar VÁ VÁ þær héngu utaná bústaðinum eins og stórar jólakúlur og ég alveg með gubbuna yfir þessum ófögnuði Sick þar til hann Biggi minn tók sig til og smúlaði allt draslið í burtu þá gat ég smá slappað af en þær komu svo attur!

ÓGEÐ! á littla Íslandi " HROLLUR"!!!!  Shocking

Það var nú ekkert mikið meira gert hér á bæ nema kanski farið smá skrepp til höfuðborgarinnar enda það svosem lagum-langt svona á bensín dírtíð ! JIMIN já ekkert smá dýrt að tanka bílinn! Sideways

Vinnan birjaði svo 4-ágúst og ég var ekki búin að vera í vinnu í tvær vikur þegar ég varð veik, jamm firsta haustpestin takkfyrir, ég er eitthvað svo viðkvæm fyrir öllu ekki fyndið skooo Blush                   

Svo áttum við hjónakornin 30ára brúðkaupsammó þann 19-ágúst InLove & InLove og okkur langaði að gera eitthvað með dottlunum og gullamolunum, en hvert fer maður með 7 stk börn ? Woundering          Audda á Pizza-hut Halo og þangað var ferðinni heitið og allir fengu svo að gera sinn ís á eftir LJÓMANDI FLOTT !!! Allavega voru molarnir hæst-ánægð og við hin líka. Þetta var dýrmæt stund við öll saman 12 stk. Ég er svooooo rík og hamingjusöm InLove

Ég hef ekki almennilega náð mér upp úr þessari pest sem ég fékk, er ennþá svakalega kvefuð, "ekki-findið-sko" !!!!!!

Svo var ákveðið í vinnuni minni að við konurnar færum á bíó og haldið ekki að mín hafi bara drifið sig með! En ekki hvað að sjá MAMMA MÍA sing a live ! Þetta var í gær. En ég ættla að segja ykkur að það eru sko heil tuttugu og sex ár síðan ég fór í bíó síðast, sá þá Jón Oddur og Jón Bjarni og þá var hún Undra mín fjögura ára og ég man sko hvað henni fanst gaman,  !!! W00t En ég skemmti mér konunglega þetta var alveg frábært og það var sko sungið með á fullu, ég er að hugsa um að fara aftur ! með gullamolana mína með ! BARA FRÁBÆRT !! Og ekki nóg með það "haldið ekki að svo í nótt þá vaknaði ég með þennann svaka hlustaverk"     ég-Kjeddlingin komin með í eyrun. Ég fór fram og gleypti íbufen og náði svo að sofna og svo í morgun þegar ég vaknaði þá var ég með þennan líka verk, mín ættlaði sko að harka sig og mæta í vinnu, enþegar ég stóð upp úr rúmminu þá bara lak vökvi úr eyranu og þá varð mín sko hrædd, og koddinn minn allur út í einhverju jukki,,, Sick ég fékk tíma hjá doktor, sem beturfer kl 9.15 og ætlaði bara að fara og láta hann kíkja og svo ættlaði ég í vinnuna jamm og jæja var ekki mín þá bara með eyrnabólgu og sprungin hljóðhimnan ! Það var aldeilis að mín fór í bíó W00t  Og ég var sko ekki að fara í vinnuna svona með lekandi jukk úr eyranu, og ég er ekki að djóka með þetta það bara rennur vökvi stanslaust "mætti sko halda að ég sé að ganga í barndóm"Blush eða kanski bara sprakk þetta á látunum í bíó !! Annars átti ég að vera fyrir löngu búinn að drulla mér til doksa það á nefnilega að setja rör í eyrun út af þrístingi sem ég er alltaf með ég var svakalegt eyrnabarn "þegar ég var lítil" en það var með það eins og vaxtaverkinn átti bara að eldast af mér Shocking og svo fanst mér solldið bjánó ! já ég er að fara í rör ! thííí Halo 

Það var nefnilega svo mikið að segja frá þetta blogg. En hér læt ég staðar numið og ætla bara rétt að vona að ég fari nú að þroskast InLove 

Elsku vinir og vandamenn munið svo bara að vera góð við hvort annað !                                           Og þangað til næst ! Verið hress og bless bless ! kveðja amma BEZTA á skaganum InLove

Bara varð að setja þetta hér !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ, vona að þú lagist í eyrunum ef ekki þá er gott að fá " stíl í r*****n "áður en maður fer að sofa..ehehehehe bið fyrir þér sætulína. Luv Erla

Erla Skagfjörð (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband