27.6.2008 | 18:22
Allt í flækju :-(
Góðann daginn, jamm allann daginn
Þessi vika er sko búinn að vera ekkert smá erfið, reyndar byrjaði allt síðasta föstudag, já þegar ég kom heim úr vinnuni leiddist smá svo ég hringdi í dottluna mína, bara sonna að heyra í einhverjum, dottlan var nú ekki heima en hann Biggi minn spjallaði smá við mig (eins gott að ég hringdi!) og svo spurði hann hvar ég væri hva.. ég var heima "audda" nei þá sýndi birtirinn allt annað númer ! HA.. en ég var heima hjá mér og hringdi úr mínum síma úr mínu númeri Svo fór mín nú aðeins að athuga málin humm.. jú hann Yndi minn var að skipta um símafirirtæki og þeir bara tóku allt úr sambandi og það klukkan korter í fjögur á FÖSTUDEGI ekki nóg með það heldur þá ættlaði hitt firirtækið að kúppla línunni inn og eitthvað hefur manneskjan sem ætlaði að gera það verið að flýta sér í helgarfrí og vonandi bara flækt sig í öllum símasnúrunum "VONANDI" já og situr þar föst ennþá ! Því ég var komin með annað símanúmer, jább allt hafði eitthvað flækst hjá greyinu og ég fékk númerið sem grannkona mín á og hún var komin með mitt númer "þvílík vittleysa" Ekki veit ég hvort öll númer í götunni víxluðust sona en það var ekkert hægt að gera það var jú kominn föstudagur og enginn viðgerðarmaður í vinnu svo värså good och vänta bara !!
Það versta var að ég var orðin netlaus ég sem vissi ekki að það er ótrúlega vont að vera ekki með netið, ekki það að ég sé algjörlega net-sjúkklingur en mikið svakalega er ég orðin háð þessu bara sonna aðeins kíkja, jamm og gá á mbl.is og sollis og fylgjast með hinu og þessu. Og stundum að kíkja á spil á leikjalandi híí híí .
En ég er svooo rík ég á svo marga gullmola og einn molinn hefur sko algerlega reddað ömmu sinni BEZTU þessa vikuna. Jám hann hefur sko komið þegar ég var búinn að vinna og við höfum sko brallað margt hér. Á þriðjudag kom hann og það var svo frábært veður á pallinum að ég sótti stóra-balann og molinn fékk að fara í bað á pallinum "ekki leiðinlegt sko" og svo var ég stödd í Byko og sá þar þessa fínu sundlaug sem ég keypti og gullamolinn hefur sko farið í sund-sullupottinn á hverjum degi "FRÁBÆRT FJÖR HA" og svo höfum við horft á Regínu á eftir, en hann elskar Regínu. Ég verð nú að viðurkenna að ég hef alveg fengið nóg af henni Regínu En hvað gerir mar ekki fyrir þessar elskur ? (set inn myndir fljótlega)
En þess á milli er ég búin að vera að þrasa um netið og reyna að sannfæra sjálfan mig að þetta væri nú bara allt í lagi, ég get sko alveg verið þolinmóð en viðurkenni hér með að ég var að deyja úr sökknuði að komast ekki hér inn, og svo í gær þegar Yndinn minn sýndi mér að NÚNA væri ég tengd næstum fór ég að gráta! NEJ BARA DJÓK VÍÍÍ VÍÍÍ
Jæja esskurnar mínar þá ættla ég nú ekki að hafa þetta mikið lengra, EN JÚ verð að segja ÉG ER SKO KOMIN Í SUUUUUMARFRÍ víííí alveg til fimmmta ágúst lalalalalalala
lalalalalalalalaallalaallalalalalalalalalala tralla tralla ra
Elska ykkur alveg í kremju og bara verið góð hvort við annað "ALLTAF"
lovjú öll kveðja frá skaganum AMMA BEZTA
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.