Ammæli !

Þó ég ætti að vera löngu löngu farin að sofa í hausinn á mér þá ákvað ég að skrifa soldið meira þetta kveldið. Ég bara verð að segja frá því að á föstudaginn var mér boðið í heljarinnar afmæli, já sko sjötugsafmæli hjá Erlu og Alís (báðar 35 ára) en þetta var nú það glæsilegasta ammæli sem ég hef farið í lengi. Þarna voru sirka fjöritíu gestir og allt konur. Þemað var grænt og voru næstum allar í eitthverju grænu. Þegar þú mættir í partíið þá var þér boðið upp á velkomsdrink og var hann svo flottur á litinn, rauður sem var flottur litur við þann græna sem var nú farin að tóna veizluna. Þær stöllur buðu svo á þennann flotta kvöldverð=pottrétt, grjón, salat og brauð og svo komu ekkert smá hnallþórur, konfekt og kaffi ekkert smá flott. Ég held nú að megnið af konunum séu saman í saumó og þá er þetta aðal verkefnið þar að vera duglegar að baka og borða allavega voru þó nokkrar í ansi góðri þjálfun, mér var hinsvegar næstum rúllað heim og bara ef ég ekki fundið neina hungurverki alla helgina ! Djók Halo Elsku Erla og Alís ef þið rambið hér inn þá vill ég bara segja þið eruð frábærar og enn og aftur takk fyrir mig, þetta var alveg grand hjá ykkur og hefði ég svo viljað vera til kl 00:30 eins og þeir síðustu. EN AMMA BESTA er alltaf að hugsa um littlu gullamolana sína og því varð ég að fara svona snemma því mín beið ein prinsessa, eg segi svo oft þetta eru mín forréttindiInLove  Beztu ömmu beztu kveðjur og góður Guð varðveiti ykkur og já takk fyrir samveruna í morgun, þvílíkur kraftur. Þar til næst lovjú all och puss & kram Kissing

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband